Þrettándagleði Þórs haldin á sunnudaginn

Hin árlega þrettándagleði Þórs verður haldin við Bogann, sunnudaginn 6. janúar klukkan 16:00. Eins og venja er til þá er haldið í gamlar og góðar hefðir þar sem jólin verða kvödd með dansi og söng. 

Gleðin hefst með blysför frá Glerárskóla í fylgd trölla og púka, þaðan er gengið að planinu við Hamar þar sem gleðin tekur öll völd.  Tröll, púkar, jólasveinar, kóngur og drottning verða að sjálfsögðu á staðnum ásamt ýmsum skemmtiatriðum, m.a atriði úr Bugsy Malone, dansatriði frá Steps Dancecenter, söngvarar o.fl. 

Heitt kakó, kaffi, kruðeri og blys verður til sölu á staðnum, segir á vef Þórs.

Nýjast