27. nóvember - 4. desember - Tbl 48
Þóra Pétursdóttur nýr formaður Þórs
Á aðalfundi Þórs í gærkvöld bar það helst til tíðinda að Þóra Pétursdóttir tekur við embætti formanns félagsins af Inga Björnssyni. Þóra, sem fædd er árið 1982 og hefur verið afar virk í félagsstarfi Þórs frá barnæsku er þar með önnur konan til að gegna embætti formanns. En sú fyrsta var Svala Stefánsdóttir sem var formaður rétt fyrir síðustu aldamót. Greint er frá þessu á vef félagsins.
Ingi Björnsson gaf ekki kost á sér áfram í embætti formanns, en hann hafði gegnt því embætti undanfarin fjögur ár. Óhætt er að segja að í tíð Inga hafi félagsstarf blómstrað og rekstur þess sjaldan, ef nokkurntíman verið betri (nánar um það síðar). Íþróttafélagið Þór vill koma á framfæri miklum þökkum til Inga fyrir afar gott starf í þágu félagsins.
Úr aðalstjórn félagsins gengu þau Elma Eysteinsdóttir, Kristinn Ingólfsson, Brynja Sigurðardóttir og Helga Lyngdal ásamt því að Þóra Pétursdóttir sem áður gengdi embætti varamanns er nú orðin formaður félagsins. Vill heimasíðan koma á framfæri ævarandi þökkum til þeirra sem nú úr stjórn ganga fyrir frábær störf í þágu félagsins á undanförnum árum.
Inn í stjórn komu þau Eva Björk Halldórsdóttir, Ingi Steinar Ellertsson og Nói Björnsson. Ragnar Níels Steinsson og Jakobína Hjörvarsdóttir eru nýkjörnir varamenn í stjórn félagsins en Jakobína, sem er fædd árið 2004 er einnig fulltrúi unga fólksins í stjórninni. Íris Ragnarsdóttir, Þorgils Sævarsson og Unnsteinn Jónsson sitja áfram í stjórn. Bjóðum við nýja stjórnarmeðlimi hjartanlega velkomna til starfa og hlökkum mikið til framtíðarinnar með þeim.