Sýningin Hafrún opnar í Verksmiðjunni á Hjalteyri

Listamennirnir Sonia Levy og Karen Kramer færa Verksmiðjuna á Hjalteyri á kaf í undirdjúp sjávarins með sýningunni Hafrúnu í dag, laugardaginn 14. september. Þetta er fyrsta samstarfsverkefni Levy og Kramer, sem báðar eru búsettar í London en á sýningunni fléttast áhugi þeirra á sjárvarlífi, umhverfisáhrifum af mannavöldum og samofnum lífsformum og vistkerfum saman í gegnum innsetningar og kvikmyndir.

Í tilkynningu um sýninguna segir að hún sé gegnsýrð af byggingarsögulegu samhengi síldarverksmiðjunnar, sem var reist á skömum tíma úr steinsteypu til að svara þörfum sjávarútvegsins á sjötta áratug 20. aldar.

Verksmiðjan á Hjalteyri er sýningar- og verkefnarými stofnað 2008 í gömlu  síldarverksmiðjunni á Hjalteyri. Aðaláhersla er lögð á alþjóðlega samtímalist, kvikmyndir, vídeólist en einnig námskeið listaskóla. Verksmiðjan á Hjalteyri var handhafi Eyrarrósarinnar 2016 en hún er árlega veitt framúrskarandi menningarverkefni á landsbyggðinni.

Nýjast