Styrkja verslun í Hrísey og Grímsey

Hrísey.
Hrísey.

Samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra hefur samþykkt tillögur valnefndar um styrki sem veittir eru á grundvelli stefnumótandi byggðaáætlunar fyrir árin 2018-2024. Alls bárust valnefndinni 20 umsóknir um styrki. Að þessu sinni var tíu milljónum króna úthlutað til að efla verslun í strjálbýli fyrir árið 2018.

Meðal verkefna sem hlutu styrk er Verslun í Hrísey og Verslunarrekstur í Grímsey. Hríseyjarbúðin ehf. fær styrk að upphæð 6.300.000 kr. sem dreifist þannig: 300.000 kr. árið 2018, en 2.000.000 kr. árlega 2019-2021. Í Grímsey fær Kríuveitingar styrk að upphæð 2.400.000 kr. fyrir árið 2018. Önnur verkefni sem fengu styrk eru Búðin Borgarfirði, Verslun í Norðufirði í Árneshreppi, Strandakjarni í Hólmavík og Raufarhöfn til frambúðar.

Á vef Stjórnarráðsins segir að markmið með framlögunum sé að styðja verslun í skilgreindu strjálbýli fjarri stórum þjónustukjörnum þar sem verslun hefur átt erfitt uppdráttar.

Nýjast