Sólbakur EA með góðan afla eftir stutta veiðiferð

Ísfisktogarinn Sólbakur EA kom til heimahafnar á Akureyri í morgun með um 90 tonna afla og var uppistaðan þorskur. Togarinn fór til veiða sl. laugardag, 2. janúar og tók túrinn því aðeins rúma fjóra sólarhringa. Sólbakur var við veiðar fyrir vestan land og úti fyrir Norðurlandi.  

Mjög góð veiði var fyrir vestan en togarinn þurfti að færa sig um set, þar sem ís lagðist yfir veiðislóðina þar. Þetta var fyrsta löndun Sólbaks á nýju ári en togarinn heldur á ný til veiða kl. 14.00 í dag.

Nýjast