13.nóvember - 20.nóvember - Tbl 46
Skólahaldi víða aflýst
Skólahald liggur niðri í dag og á morgun á Norðvesturlandi. Skóli fellur niður í dag í Varmalandsdeild og Kleppjárnsreykjadeild Grunnskóla Borgarfjarðar. Hvanneyrardeild verður opin fram að hádegi en skólaakstur fellur niður. Foreldrar eru beðnir um að sækja börn sín í skólann klukkan 12.
Veðurspáin næsta sólahringinn samkvæmt Veðurstofu Íslands:
Ört vaxandi norðaustan- og norðanátt í dag, fyrst NV-til, 23-33 m/s síðdegis, hvassast á NV-landi. Slydda eða snjókoma, einkum fyrir norðan. Mun hægari og þurrt á SA- og A-landi, en þar hvessir í nótt. Hiti um frostmark. N 23-35 á morgun, hvassast í vindstrengjum sunnan Vatnajökuls. Norðan 18-25 síðdegis, en 13-18 V-lands. Snjókoma og skafrenningur, en úrkomulítið á S- og V-landi. Hiti að 5 stigum SA-lands, annars 0 til 5 stiga frost.