30. október - 6. nóember - Tbl 44
Rjúpnastofninn rétt yfir meðaltali á Norðausturlandi
Rjúpnatalningum á vegum Náttúrufræðistofnunar Íslands vorið 2023 er lokið. Talningarnar voru unnar í samvinnu við náttúrustofur, Vatnajökulsþjóðgarð, Skotvís, Fuglarannsóknastöð Suðausturlands og áhugamenn um rjúpur. Um 25 manns tóku þátt í talningunum að þessu sinni. Talningar sýndu litlar breytingar á stofnstærð samanborið við árið 2022. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Náttúrufræðistofnun Íslands.
Á Vesturlandi, Vestfjörðum og Norðvesturlandi er stofninn nærri hámarki að stærð, á Norðausturlandi er stofninn rétt yfir meðaltali, en um meðaltal á Suðurlandi og Austurlandi.
„Reglubundnar 10–12 ára langar sveiflur í stofnstærð hafa einkennt íslenska rjúpnastofninn. Þessar sveiflur hafa breyst í kjölfar friðunar 2003 og 2004 og samdráttar í veiði frá 2005. Nú er mun styttra milli hámarka en áður og þetta er sérstaklega áberandi á Norðausturlandi,“ segir í tilkynningunni.
Þá segir að mat á veiðiþoli rjúpnastofnsins muni liggja fyrir í september í kjölfar mælinga á varpárangri í sumar.
Tilkynningin í heild sinni er að finna HÉR