Nýtt geðheilsuteymi á Norðurlandi

Heilsugæslustöðin á Akureyri.
Heilsugæslustöðin á Akureyri.

Nýtt geðheilsuteymi sem starfa mun þvert á umdæmi einstakra heilsugæslustöðva hefur verið stofnað. Þetta var ákveðið á ársfundi Heilbrigðisstofnunar Norðurlands (HSN) nýverið. Geðheilsuteymið mun veita lengri og sérhæfðari þjónustu en tök eru á í sjálfri heilsugæslunni. Þá er geðheilsuteymi HSN einnig ætlað hlutverk sem brú á milli HSN, geðdeildar Sjúkrahússins á Akureyri og félagsþjónustu sveitarfélaganna á starfssvæði HSN.

Nýjast