Nýr leikskóli tekinn til starfa á Akureyri

Mynd/Akureyri.is.
Mynd/Akureyri.is.

Leikskólinn Árholt tók til starfa á Akureyri í byrjun vikunnar eftir um sextán ára hlé. Á fyrsta árinu er gert ráð fyrir 12 til 14 börnum niður í 17 mánaða gömul en í framhaldinu er stefnt að tveimur deildum fyrir 24 börn.

Í Árholti var um árabil starfræktur leikskóli en honum var lokað 2003. Fyrr á þessu ári var ákveðið að ráðast í endurbætur á húsnæðinu með það fyrir augum að taka við yngsta aldursári leikskólabarna. Er þetta liður í áætlun yfirvalda um að brúa bilið milli fæðingarorlofs og leikskóla.

Greint er frá þessu á vef Akureyrarbæjar.

Nýjast