13.nóvember - 20.nóvember - Tbl 46
Nítján þúsundasti Akureyringurinn
Halla Björk Reynisdóttir (t.v.), Birkir Rafn Júlíusson, Aþena Sif Birkisdóttir, Kristjana Árný Árnadóttir, Benedikt Árni Birkisson og Ásthildur Sturludóttir á skrifstofu bæjarstjóra. Mynd/Ragnar Hólm.
Eins og Vikudagur greindi nýlega frá náði íbúafjöldi Akureyrarbæjar 19 þúsundum í sumar. Nítján þúsundasti íbúinn nefnist Benedikt Árni Birkisson en hann fæddist 20. júlí sl. á Akureyri.
Benedikt litli kom á fund Ásthildar Sturludóttur bæjarstjóra og Höllu Bjarkar Reynisdóttur forseta bæjarstjórnar einn morguninn í vikunni með foreldrum sínum og systur sinni Aþenu Sif sem er á öðru aldursári.
Foreldrar Benedikts eru Kristjana Árny Árnadóttir og Birkir Rafn Júlíusson. Bærinn færði fjölskyldunni góðar gjafir, m.a. silfurskjöld sem á er letrað: „Benedikt Árni Birkisson nítjánþúsundasti íbúi Akureyrar 20. júlí 2019.“ Greint er frá þessu á vef Akureyrarbæjar.