Nítján þúsundasti Akureyringurinn

Halla Björk Reynisdóttir (t.v.), Birkir Rafn Júlíusson, Aþena Sif Birkisdóttir, Kristjana Árný Árnad…
Halla Björk Reynisdóttir (t.v.), Birkir Rafn Júlíusson, Aþena Sif Birkisdóttir, Kristjana Árný Árnadóttir, Benedikt Árni Birkisson og Ásthildur Sturludóttir á skrifstofu bæjarstjóra. Mynd/Ragnar Hólm.

Eins og Vikudagur greindi nýlega frá náði íbúafjöldi Akureyrarbæjar 19 þúsundum í sumar. Nítján þúsundasti íbúinn nefnist Benedikt Árni Birkisson en hann fæddist 20. júlí sl. á Akureyri.

Benedikt litli kom á fund Ásthildar Sturludóttur bæjarstjóra og Höllu Bjarkar Reynisdóttur forseta bæjarstjórnar einn morguninn í vikunni með foreldrum sínum og systur sinni Aþenu Sif sem er á öðru aldursári.

Foreldrar Benedikts eru Kristjana Árny Árnadóttir og Birkir Rafn Júlíusson. Bærinn færði fjölskyldunni góðar gjafir, m.a. silfurskjöld sem á er letrað: „Benedikt Árni Birkisson nítjánþúsundasti íbúi Akureyrar 20. júlí 2019.“ Greint er frá þessu á vef Akureyrarbæjar.

Nýjast