20. nóvember - 27. nóvember - Tbl 47
Metanvagnar verða í meirihluta strætóflotans
Í nýrri fjárhagsáætlun Akureyrarbæjar er gert ráð fyrir 80 milljónum til kaupa á metan strætisvögnum á árunum 2019 og 2021. Gert er ráð fyrir að nýr metanvagn verði tekinn í notkun snemma á þessu ári og verða þá þrír vagnar af fjórum sem anna núverandi kerfi orðnir metanbílar.
Samkvæmt upplýsingum blaðsins verður ákvörðun um kaup á fjórða metan vagninum árið 2021 tekin á næsta ári. Kaupin á metanvögnunum er einn af mörgum þáttum í að ná því markmiði bæjarstjórnar Akureyrar að gera Akureyri að kolefnishlutlausu samfélagi innan fárra ára. Bærinn leggur á það áherslu að bílafloti hans verði smám saman allur knúinn endurnýtanlegum eða umhverfisvænum orkugjöfum.
Auk strætisvagnana má nefna að fjórir ferlibílar á vegum bæjarins eru knúnir metani.