Loksins aftur hægt að mæta á Boccia-mót

Sigursveitirnar, fv. A-sveit Völsungs; brons, C-sveit frá Eikinni; gull og D-sveit frá Eikinni; silf…
Sigursveitirnar, fv. A-sveit Völsungs; brons, C-sveit frá Eikinni; gull og D-sveit frá Eikinni; silfur.

Um síðustu helgi fór fram Norðurlandsmótið í Boccia í Íþrottahöllinni á Akureyri, mótshaldari var Íþróttafélagið Akur. Mikil gleði var hjá keppendum með að mega loksins mæta á alvöru mót eftir hart nær tveggja ára hlé vegna Covid. Til keppni mættu um 30 sveitir frá Sauðárkróki, Siglufirði, Akureyri og Húsavík, keppt var í flokki Þroska- og hreyfihamlaðra og svo flokki BC1-5.

Sigurvegarar í flokki Hreyfihamlaðra var C-sveit (Helga Helgadóttir og Baldvin Torfason) frá Eikinni á Akureyri, í 2. sæti D-sveit Eikarinnar og í 3. sæti A-sveit Völsungs.

Sigurvegarar í BC 1-5 voru Aðalheiður Bára Steinsdóttir og Steinar Þór Björnsson úr Grósku á Sauðárkrókiu.

Mótið tókst í alla staði vel en að þessu sinni var ekki formlegt lokahóf vegna faraldursins, en félögin gerðu sér glaðan dag og fóru út að borða í minni hópum. Eikin á Akureyri bauð upp á pizzu-veislu í Síðuskóla með bingói, tónlist og að lokum var dansað.

Vonandi er þetta upphafið að íþróttaiðkun vetrarstarfsins. þar sem hægt verður að koma saman og halda hefðbundin íþróttamót og eiga eðlilega samveru.

Nýjast