Lions styrkir Grófina

Við styrknum tóku þeir Fjörnir Helgi Sævarsson og Richard Bouman, formannsteymi Unghuga, úr hendi fo…
Við styrknum tóku þeir Fjörnir Helgi Sævarsson og Richard Bouman, formannsteymi Unghuga, úr hendi formanns Lionsklúbbsins Hængs, Þórólfs Egilssonar.

Lionsklúbburinn Hængur afhenti Unghugahóp Grófarinnar-Geðverndarmiðstöðvar 850.000. kr. sem er afrakstur af herrakvöldi Lions. Í ræðu sinni sagði Björn Guðmundsson, formaður herrakvöldsnefndar, það mikinn heiður fyrir Lionsklúbbinn Hæng að geta lagt mikilvægum málaflokki lið í nærsamfélaginu okkar.

Markmið Unghuga er að skapa vinalegt umhverfi fyrir einstaklinga sem glíma við geðræn vandamál og / eða félagslega einangrun, þar sem þeir geta unnið í sínum vandamálum og rofið félagslega einangrun í gegnum fundi og aðra viðburði.

Valdís Eyja Pálsdóttir, forstöðumaður Grófarinnar, segir að fénu verði varið til að breyta núverandi hráu geymslurými í vistlega félagsaðstöðu fyrir unghuga Grófarinnar. Stefnt sé að því að mála veggi, leggja gólfefni, fjölga rafmagnstenglum og bæta lýsingu.

Nýjast