30. október - 6. nóember - Tbl 44
Leyningshólar dýrmæt perla
Af mörgum perlum eyfirskra skóga eru Leyningshólar ein sú dýrmætasta. Þeir eru innarlega í Eyjafjarðardal, milli jarðanna Villingadals og Leynings og þar var á sínum tíma að finna einu upprunalegu skógarleifar í Eyjafirði sem mynduðu samfelldan skóg.
Áttu þær undir högg að sækja á upphafsárum Skógræktarfélags Eyfirðinga sökum ágangs búfjár og uppblástur. Félagið réðst í það stórvirki að girða Leyningshóla á árunum 1936 til 1937 og náði þannig að bjarga mestu hluta skógarleifanna.
Undanfarna áratugi hefur áhersla SE verið að viðhalda Leyningshólum og birkiskóginum og því hafa innfluttar trjátegundir ekki verið gróðursettar þar síðan á 9. áratugnum.
Skógurinn býður upp á fjölbreyttar og skemmtilegar gönguleiðir, víða með snarbröttum brekkum sem gera göngufólki erfitt um vik.
Jonas Björk tók þessa mynd í Leyningshólum sem einmitt prýðir forsíðu Vikublaðsins sem kemur út í dag.