13.nóvember - 20.nóvember - Tbl 46
Leigja á sérhæft húsnæði undir tvær nýjar heilsugæslustöðvar
Á ársfundi Heilbrigðisstofnunar Norðurlands (HSN) kom fram að á árinu 2018 var stofnunin rekin með 126 milljóna afgangi. Rekja má afganginn til sérstakrar aukafjárveitingar sem heilbrigðisstofnanir fengu á árinu 2018. Rekstur stofnunarinnar fyrstu átta mánuði ársins 2019 er samkvæmt áætlun en stefnt er á að stofnunin verði rekinn með 30 milljóna halla á árinu.
„Það er vissulega ánægjulegt að sjá þennan árangur í rekstrinum, þrátt fyrir miklar áskoranir,“Jón Helgi Björnsson, forstjóri HSN. „Eitt meginverkefna okkar þar eins og víðar í heilbrigðiskerfinu er að tryggja nægilega mönnun sem nauðsynlegt er til að veita fullnægjandi þjónustu. Þrátt fyrir að stofnunin sé vel mönnuð að flestu leyti hafa verið erfiðleikar við mönnun hjúkrunarfræðinga á einstaka stöðum. Þá vantar víða heimilislækna til starfa, en enginn fastur læknir er á Blönduósi og mönnun heimilislækna á Akureyri hefur verið ófullnægjandi sem valdið hefur of löngum biðtíma eftir lækni,“ segir Jón Helgi.
Niðurstöður ársfundarins voru að auki að tekin var ákvörðun um að byggja nýtt hjúkrunarheimili á Húsavík sem verður til mikilla bóta fyrir aðstöðu þar. Þá er unnið er að því að tryggja nýtt húsnæði undir heilsugæsluna á Akureyri. Stefnt er að því að leigja sérhæft húsnæði undir tvær heilsugæslustöðvar á Akureyri og flytja úr húsnæði heilsugæslunnar í Hafnarstræti. Núverandi heilsugæslustöð er í ófullnægjandi húsnæði, stenst ekki nútímakröfur og talið afar brýnt að færa heilsugæsluna í betra húsnæði sem allra fyrst. Þá er aðgengi að heilsugæslustöðinni ábótavant