Hrepptu hlutverk í sýningu LA
Þau Þórgunnur Una Jónsdóttir, Steingerður Snorradóttir, Örn Heiðar Lárusson og Daníel Freyr Stefánsson munu skipta á milli sín hlutverkum systkinanna Torfa og Grímu í söngleiknum Gallsteinar afa Gissa í uppsetningu Leikfélags Akureyrar. Þau voru valin úr hópi 90 barna sem mættu í leik-og söngprufur fyrir söngleikinn í haust.
Gallsteinar afa Gissa er nýr fjölskyldusöngleikur eftir Kristínu Helgu Gunnarsdóttur, Karl Ágúst Úlfsson og Þorvald Bjarna Þorvaldsson í leikstjórn Ágústu Skúladóttur. Auk krakkana fara Karl Ágúst Úlfsson, María Pálsdóttir, Jóhann Axel Ingólfsson, Birna Pétursdóttir, Margrét Sverrisdóttir og Benedikt Gröndal með hlutverk.
Söngleikurinn verður frumsýndur 23. febrúar 2019 í Samkomuhúsinu og er miðasala hafin á www.mak.is.