20. nóvember - 27. nóvember - Tbl 47
„Herra íshokkí“ heiðraður fyrir glæstan feril
Sigurður Sveinn Sigurðsson, sigursælasti leikmaður Skautafélags Akureyrar frá upphafi, var heiðraður af félagi sínu sl. helgi. Sigurður Sveinn lagði skóna á hilluna í vor, þá 42 ár, eftir afar farsælan feril.
Sigurður skoraði 567 stig í 400 leikjum á ferlinum, 292 mörk og gaf 280 stoðsendingar. Hann er leikjahæsti maður Íslandsmótsins frá upphafi og jafnframt sá stigahæsti og markahæsti. Á ferlinum spilaði Sigurður í 27 ár í meistaraflokki og vann 21 Íslandsmeistaratil, 19 þeirra með Skautafélagi Akureyrar og tvo með Skautafélagi Reykjavíkur.
Hann hefur unnið fleiri Íslandsmeistaratitla en nokkur leikmaður í félagsliði á Íslandi í meistaraflokki karla. Sigurður spilaði einnig 40 landsleiki fyrir Íslandshönd.
Skautafélag Akureyrar hefur ákveðið að frysta númerið 13 en það þýðir að enginn leikmaður getur borið treyjuna númer 13 í meistaraflokki karla.