Gamlárshlaup Íslenskra verðbréfa og UFA haldið á sunnudaginn

Hið árlega Gamlárshlaup Íslenskra verðbréfa og UFA verður haldið á sunnudaginn kemur þann 6. janúar en hlaupinu var frestað á Gamlársdag vegna veðurs. Ræst verður kl.11 en rás- og endamark er við líkamsræktarstöðina Bjarg og verður hægt að skrá sig á staðnum frá kl.10.

Þetta hlaup snýst mest um skemmtun og er því tilvalið fyrir alla fjölskylduna en hægt verður að ganga/hlaupa 5km án tímatöku. Tímataka er einnig í boði og verða verðlaun veitt fyrir fyrstu þrjú af hvoru kyni í 5km og 10km vegalengdunum fyrir þau kappsömu.

Þátttökugjald er 1000kr. fyrir börn og 2000kr. fyrir fullorðna en fjölskylda (foreldrar og börn) borgar mest 5000kr. Innifalið í þátttökugjaldinu er heit súpa frá RUB og brauð frá Bakaríinu við brúna ásamt Hleðslu frá MS. Veitt verða verðlaun fyrir bestu liðsbúningana (2-5 í liði).

Upplýsingar um hlaupaleiðirnar má nálgast hér: http://www.ufa.is/is/langhlaupa-og-thrithrautardeild/gotuhlaup/gamlarshlaup.
 

Nýjast