Framkvæmdir í fullum gangi í Hlíðarfjalli

Ný stólalyfta verður tekin í gagnið í vetur en líkt og forstöðumaður Hlíðarfjalls sagði í samtali vi…
Ný stólalyfta verður tekin í gagnið í vetur en líkt og forstöðumaður Hlíðarfjalls sagði í samtali við blaðið fyrir skemmstu verður nýja lyftan bylting fyrir skíðasvæðið. Myndir/Hlíðarfjall.

Framkvæmdir á nýrri stólalyftu eru í fullum gangi í Hlíðarfjalli. Fyrirhugað er að lyftan verði tekin í notkun í vetur en í síðustu viku var fyrsta mastrið reist. Á vef mbl.is var greint frá því að unnið sé í allt að rúm­lega 1.000 metra hæð yfir sjáv­ar­máli og eru aðstæður til að koma steypu­bíl­um upp að efstu möstr­um erfiðar vegna þess hversu blautt er. Notuð er jarðýta til að draga bíl­ana upp og halda í þá á leiðinni niður.

Það eru Vinir Hlíðarfjalls í samstarfi við Akureyrarbæ sem standa að uppsetningu lyftunnar. Nýja lyftan er 1.238 m og er áætlaður ferðatími í lyftunni 8,5 mínútur. Samanborið er Fjarkinn stólalyftan 1.050 m og ferðatími 6,5 mín. Lyftan verður staðsett sunnan við Fjarkann.

Nýjast