Fasteignagjöld verða lækkuð á næsta ári

Akureyri
Akureyri

Í fjárhagsáætlun Akureyrarbæjar fyrir árið 2019, ásamt þriggja ára áætlun áranna 2020-2022, sem var samþykkt á síðasta fundi bæjarstjórnar, var samþykkt lækkun álagningarprósentu fasteignaskatts í 0,33% af fasteignamati íbúðarhúsnæðis, ásamt lækkun í 1,63% af fasteignamati af öðru húsnæði auk þess sem tekjumörk afsláttar elli- og örorkulífeyrisþega voru hækkuð um 7%.

Þá samþykkti bæjarstjórn óbreytta útsvarsprósentu 14,52% fyrir árið 2019, auk breytinga á gjaldskrá sem almennt gerir ráð fyrir 3% hækkun. Samkvæmt áætluninni er gert ráð fyrir jákvæðri afkomu af rekstri A- og B-hluta Akureyrarbæjar á árinu 2019 um 660 milljónir króna.

Nýjast