Björgvin í öðru sæti á Englandi

Björgvin Snær.
Björgvin Snær.

Ísland átti fjóra kepp­end­ur á Central Eng­land Kara­te Open í Worcester á Englandi síðastliðna helgi. Í þeim hópi var Björgvin Snær Magnússon frá Karatefélagi Akureyrar sem náði afar góðum árangri. Mótið skipar stór­an sess í íþrótt­inni á Bret­lands­eyj­um þar sem mótið telst úr­töku­mót fyr­ir enska landsliðið.

Björg­vin Snær náði besta ár­angri ís­lensku kepp­end­anna en hann keppti til úr­slita í -63 kg. flokki 14 til 15 ára og varð í öðru sæti. Einnig keppti hann í opnum flokki þar sem keppendur voru alls 30. Björgvin Snær vann fyrsta bardagann en tapaði naumlega fyrir keppenda sem endaði svo í öðru sæti mótsins.

„Hér er drengur á fleygiferð upp í karate heiminum,“ segir í tilkynningu frá Karatefélagi Akureyrar.

Nýjast