Bætt staða í orkumálum Grímseyjar

Grímsey.
Grímsey.

Endurbótum á nýrri rafstöð RARIK í Grímsey er lokið og var hún tekin í notkun í lok október. Nýju vélarnar eru mun lágværari en þær gömlu og hafa íbúar orðið varir við það. Settar voru upp þrjár nýjar Scania 160 kW díselvélar, að því er fram kemur á vef RARIK, sem hver og ein nægir til að anna orkuþörf í eyjunni.

Varmaorkan frá nýju díselvélunum mun að hluta til nýtast til að hita upp sundlaug Grímseyinga, segir á vef Akureyrarbær.

Nýjast