Átján sagt upp hjá Samherja

Átján skipverjum á stærsta línuveiðiskipi Samherja, Önnu EA305, hefur verið sagt upp störfum. Vísir.is greindi frá þessu. Mikið viðhald og lagfæringar á skipinu eru nauðsynlegar en engar ákvarðarnir höfðu verið teknar um að ráðast í þær. Skiptið kom til hafnar á Akureyri í gær.

Línuskipið Anna EA kom til Akureyrar í ágúst 2013 og er gert út af Útgerðarfélagi Akureyringa. Það er 52 metrar að lengd og 11 metrar að breidd. Skipið er smíðað í Noregi 2001 og fór í gagngerra yfirhalningu árið 2008. 

Nýjast