Andrea Ýr og Heiðar Davíð klúbbmeistarar

Heiðar Bragi og Andrea Ýr fóru með sigur af hólmi í Akureyrarmótinu í golfi um helgina.
Heiðar Bragi og Andrea Ýr fóru með sigur af hólmi í Akureyrarmótinu í golfi um helgina.

Akureyrarmótinu í golfi lauk í gær eftir fjóra frábæra golfdaga á Jaðarsvelli. Veðrið lék við kylfinga og fór það svo að endingu eftir mikla spennu að Heiðar Davíð Bragason tryggði sér sinn fyrsta klúbbmeistaratitil í golfi eftir umspil við Örvar Samúelsson. Andrea Ýr Ásmundsdóttir vann sinn fjórða titil en hún spilaði stöðugt og gott golf alla dagana og vann með miklum yfirburðum. 

Á sunnudagskvöldinu var síðan lokahóf þar sem hátt í 80 kylfingar mættu og tóku vel til matar og fögnuðu skemmtilegu móti og góðum árangri. Mikil spenna var í mótinu og fór eins og áður segir Meistaraflokkur karla í þriggja holu umspil og einnig var leikinn bráðabani í 1. flokki karla og 2. flokki kvenna. Þá voru veitt nándarverðlaun á laugardeginum fyrir næstur holu á 18. og var það Torfi Rafn Halldórsson sem vann það en hann setti boltann 99 cm frá holu. ÞEtta kemur fram á vefsíðu Golfklúbbs Akureyrar, gagolf.is.

Nýjast