20. nóvember - 27. nóvember - Tbl 47
Akureyri - Samið við 8 verktaka um snjómokstur
Samið verður við 8 verktaka í 17 flokkum með alls 58 samningum vegna snjómoksturs á Akureyri næstu þrjú ár Mynd akureyri.is
Tilboð bárust frá 10 verktökum í snjómokstur og hálkuvarnir á Akureyri árin 2023 til 2026, með möguleika á framlengingu um eitt ár.
Verkefnið felst í hreinsun á snjó og krapa af götum, gangstígum og bifreiðastæðum ásamt snjómokstri og akstri með snjó auk hálkuvarna á götum, gangstígum og bifreiðastæðum. Akureyrarbær notar einnig sín tæki til snjómoksturs/hálkuvarna en kallar út verktaka þegar þörf er á því.
Umhverfis- og mannvirkjaráð hefur samþykkt að samið verði við 8 verktaka í 17 flokkum með alls 58 samningum við tæki og tækjahópa með fyrirvara um að tæki og verktakar standist þær kröfur sem settar voru í útboðsgögnum.