Afmælishátíð á morgun fimmtudag

Afmælishátíð á morgun fimmtudag
Afmælishátíð á morgun fimmtudag

,,Á morgun fimmtudaginn 19 desember verða nákvæmlega 50 ár síðan ÚA Spánartogarinn Kaldbakur EA 301 kom i fyrsta sinn til heimahafnar hér á Akureyri og þessi hátið verður því afmælishátíð og í anda Stelluhátíðarinnar sem við sjómenn héldur fyrir rúmu ári, enmitt þá líka til að fagna því að þann dag 1. nóvember 2023 voru líka 50 ár síðan að Stellurnar,  Svalbakur EA 302 og Sléttbakur EA 304 komu heim.   Þá var afhjúpað stórglæsilegt líkan af þeim Stellusystrum svokölluðu" segir Sigfús Ólafur Helgason hvatamaður að smíði  líkana af  merkum togurum i sögu ÚA.

Hátíðin fer fram á matsal Útgerðarfélags Akureyringa  og hefst kl 17.00

 ,,Nú eins og þá ætlum við að afhjúpa líkan af Kaldbak og eins og í fyrra sláum við tvær flugur í einu höggi þvi líkanið af Kaldbak EA 301 er líka um líkanið af systurskipi hans, Harðbak EA 303 sem kom til Akureyrar aðeins þremur mánuðum síðar eða í mars 1975 og það er ótrúlegt að hugsa til þess að aðeins á 15 mánuðum eignaðist Útgerðarfélag Akureyringa 4 nýja tæplega 1000 tonna skuttogara og ég þekki ekki enn þann dag í dag viðlíka endurnýjum skipsflota neins fyrirtækis og þetta einmitt staðfestir hve ÚA var öflugt og vel."

Hvað vakir fyrir ykkur sem að þessu standið?   

,,Með þessu brötli okkar sjómanna að halda upp á þessi tímamót erum við að þakka ÚA árin öll er við áttum og  viljum með þessu sýna fyritækin þá sem nú þá virðingu sem því ber í sögu Akureyrar  sem mér og mörgum öðrum finnst því miður ekki hafa verið gefnin nægur gaumur. ÚA var Óskabarn Akureyrar og án ÚA og þeirra öflugu útgerðar og fiskvinnslu sem þar var og er rekin,  væri Akureyri ekki það öfluga sveitafélag sem raun ber vitni. Þessu megum við aldrei gleyma og með þessu framlagi okkar sjómanna í að safna fyrir þessum líkönum viljum við leggja okkar að mörkum að sagan svo merk sem hún er verði varðveitt áfram til komandi Akureyringa sem fái það í veganesti út í líf framtíðarinnar á Akureyri úr hverju Akureyri var byggt."

,,Við sama tilefni ætlum við fyrrum sjómenn ÚA líka að afhjúpa líkan af fyrsta skuttogara ÚA, Sólbak EA 5 sem ruddi brautina ef svo má segja  árið 1972 og skuttogaravæðing skipaflota ÚA hófst og tók við af síðutogurum félagsins" sagði Sigfús ennfremur.

Hvernig hefur gengið að fjármagna þetta, svona smíði er ekki ókeypis?

,,Það er eiginlega lygasögu líkast að segja frá hvað sjómenn voru tilbúnir að leggja þessu verkefni lið með fjárframlögum og sú mikla fallega ára sem umlíkur þessi togarverkefni okkar staðfestir það sem ég fann strax í upphafi að væntumþykjan til fyrirtækisins og áranna sem menn áttu á þessum skipum var slík að ég eiginlega átti ekki orð. Að finna fyrir þessum mikla áhuga og velvilja til söfnunarinnar er svo langt umfram mína viltustu drauma og eiginlega taldi ég að þegar ég hóf þetta verkefni með Stellurnar í fyrra myndi það mögulega með hjálp fyritækja og stéttafélaga nást en allir vita hvernig fór."

,,Svo er það alveg kapituli út af fyrir sig ljómyndasafnið sem komið hefur fram í þessu verkefni og ætla að megi segja í dag sé ég með á safni mínu flakkara sem við ÚA sjómenn eigum um það bil 20.000 ljósmyndir sem teknar eru um borð í  ÚA togurunum frá sjómönnum úr heimaalbúmunum þeirra og þessar myndir hafa vakið svo mikla athygli og lukku að það eitt og sér er algjörlega frábært.    Þessar myndir eru ómetanleg heimild um veröldina sem var á ÚA skipunum og  um þessar myndir hafa skapast ótrúlega skemmtilega umræður. Í framtíðinni sé ég fyrir mér að við sjómenn höldum ljósmyndakvöld eiginlega ljósmyndamessur þar sem við greinum frá stað og stund, mönnum og hver er hvar og skráum þetta niður og draumurinn er að þessar myndir verði síðan til sýnis á sjóminjasafni Eyjafjarðar sem ég á mér draum um að verði að veruleika og þetta framlag okkar sjómanna sé stökkpallurinn sem þarf til að slíkt safn verði að veruleika hér á Akureyri."

Ferð til Englands fyrirhuguð

Ennfremur er gaman að segja frá því að við fyrrum sjómenn ÚA eru búnir að skipulegga skoðunarferð og eiginlega pílagrímsferð okkar sjómanna til hafnarborganna Hull og Grimsby í Englandi og þar ætlum við að skoða sjóminjasöfnin og síðutogarana sem þar eru til sýnis en bretar voru svo framsýnir að varðveita síðutogara sem í dag er mjög vinsælt safn. Við ætlum að læra af bretunum hvernig á að varðveita sjávarútvegsöguna, en bretarnir vissu hvaðan tekjurnar komu sem sjómenn þeirra færðu þjóðinni.

Það eru tæplega 40 manns sem eru skráðir í þessa ferð sem farin verður í enda mars á næsta ári. og til gamans ætlum við að hafa með okkur kvikmyndatökumann sem mun fanga þessa heimsókn okkar til þessara vina okkar í Bretlandi.

Stefna að því að reisa minnisvarða 

Og alveg í lokin er gaman að segja frá því að við sjómenn erum að vinna að því að koma hér upp á Akureyri minnisvarða um sögu síðutogara og síðutogarasjómanna á Íslandi og ef Guð lofar verður það verk klárað um það leiti næsta vor þegar við fögnum 80 ára afmæli Útgerðarfélags Akureyringa

 

 Sagan segir að undir þessum teppum séu glæsileg líkön sem afhjúpuð verða á hátíðinni

 

 

 

Nýjast