Aðgerðaráætlun gegn ofbeldi

Aðgerðaráætlun Akureyrarbæjar gegn kynbundnu ofbeldi og ofbeldi gegn börnum var samþykkt samhljóða á síðasta bæjarstjórnarfundi. Með aðgerðaráætluninni skal unnið markvisst gegn kynbundnu ofbeldi og ofbeldi gegn börnum um leið og tryggt er að þjónusta í bænum sé vel skipulögð og í fararbroddi á landsvísu.

„Markmið áætlunarinnar er að tryggja virkt samráð lykilaðila í sveitarfélaginu til þess að fyrirbyggja kynbundið ofbeldi, greina einkenni, bregðast við, tilkynna og veita góð úrræði fyrir börn, fjölskyldur þeirra og fullorðna einstaklinga sem hafa orðið fyrir kynbundnu eða öðru ofbeldi,“ segir á vef bæjarins.

Nýjast