Vingjarnleg samkeppni í Eyjafjarðarsveit
Aðalfundur Ferðamálafélags Eyjafjarðarsveitar fór fram nýverið þar sem m.a. var samþykkt að stækka stjórn úr þremur í fimm vegna umfangs þeirra verkefna sem unnið er að. Í stjórn næsta árið sitja þær Heiðdís Pétursdóttir, Hrefna Laufey Ingólfsdóttir, María Pálsdóttir, Sesselía Ingibjörg Barðdal Reynisdóttir og Sigríður Ásný Ketilsdóttir.
Ferðaþjónusta er áberandi í Eyjafjarðarsveit en hátt í 30 ferðaþjónustufyrirtæki eru þar starfandi. Kom fram á fundinum að mikil ánægja er með störf stjórnar og þá samstöðu og kraft sem ríkir hjá ferðaþjónustuaðilum í sveitarfélaginu.
Vikudagur forvitnaðist um stöðuna í ferðaþjónustu í Eyjafjarðarsveit og horfurnar fyrir sumarið.
Smelltu hér til að gerast áskrifandi.