13.nóvember - 20.nóvember - Tbl 46
Vikudagur kemur út í dag
Vikudagur kemur út í dag, fimmtudaginn 7. maí og að vanda kennir ýmissa grasa í blaði vikunnar. Meðal efnis:
-Mikið tekjutap blasir við tjaldsvæðunum á Akureyri í sumar vegna fjöldatakmarkana. Landlæknisembættið hefur birt leiðbeiningar fyrir tjaldstæði og önnur minni gistirými sem tóku gildi þann 4. maí. Tryggvi Marinósson, forstöðumaður tjaldsvæðanna á Akureyri, segir að starfsfólk sé að átta sig á þessum reglum og fara yfir stöðuna.
-Sigurður E. Sigurðsson, framkvæmdastjóri lækninga og handlækningsviðs á Sjúkrahúsinu á Akureyri (SAk), hefur staðið í ströngu ásamt öðru starfsfólki sjúkrahússins síðastliðnar vikur og mánuði vegna Covid-19 veirunnar. Faraldurinn er á niðurleið og starfsemin á sjúkrahúsinu hægt og bítandi að færast í eðlilegra horf. Í viðtali við Vikudag segir Sigurður að starfsfólkið hafi þjappað sig saman í gegnum ástandið.
- Miklar framkvæmdir standa yfir innanhúss í Sundlaug Akureyrar og þá sérstaklega í búningsklefum. Elín H. Gísladóttir, forstöðumaður Sundlaugar Akureyrar, segir framkvæmdir hafa gengið vel en þó séu þau í kapphlaupi við tímann í að klára framkvæmdir fyrir 18. maí þegar stefnt er á að opna sundlaugarnar á ný.
-Sólveig Gærdbo Smáradóttir hefur umsjón með matarhorninu þessa vikuna og kemur með tvær girnilegar uppskriftir.
-Ásgeir Sigurgeirsson, knattspyrnumaður í liði KA, er Íþróttamaður vikunnar og spjallar um íþróttina.
-Rannveig Karlsdóttir heldur um áskorendapennan þessa vikuna og skrifar áhugaverðan pistil.
-Í Húsi vikunnar fjallar Arnór Bliki Hallmundsson um Strandgötu 23.
Þetta og meira til í Vikudegi í dag. Hægt er að gerast áskrifandi með því að smella hér. Áskriftarsíminn er 460-0750 og 860 6751. Einnig er hægt senda póst á askrift@vikudagur.is.