Vikudagur kemur út í dag

Vikudagur kemur út í dag, fimmtudaginn 6. febrúar og að vanda er blaðið stútfullt af fréttum, fróðleik og mannlífsefni. 

Meðal efnis í blaðinu:

-Í Samkomuhúsinu á Akureyri er nú verið að sýna margverðlaunaðan söngleik, Vorið vaknar. Hrönn Björgvinsdóttir skellti sér í leikhús og skrifar ítarlega um sýninguna í blaðinu.

-Akureyrarbær mun auglýsa lóðina við Hafnarstræti 80 að nýju með það fyrir augum að reist verði hótel á svæðinu. Eins og greint var frá í blaðinu fyrir skemmstu hefur KEA skilað lóðinni til bæjaryfirvalda og því verður ekki af byggingu hótels á lóðinni af hálfu félagsins. 

-Þann 1. september nk. er stefnt að því að greiðsluþátttaka ríkisins í farmiðakaupum íbúa á landsbyggðinni í innanlandsflugi hefjist. Fyrir um ári síðan skilaði starfshópur um framtíð innanlandsflugs, sem leiddur var af Njáli Trausta Friðbertssyni þingamanni NA-kjördæmis. Vikudagur ræðir við Njál Trausta um þessi tímamót í fluginu.

-Níu af hverjum tíu Akureyringum eru ánægðir með sveitarfélagið sem stað til að búa á, samkvæmt niðurstöðum nýrrar þjónustukönnunar Gallup. Gallup hefur um nokkurt skeið gert árlega viðhorfskönnun meðal íbúa gagnvart þjónustu stærstu sveitarfélaga landsins.

-Dagný Reykjalín heldur um áskorendapennan og skrifar áhugaverðan pistil.

-Íþróttamaður vikunnar nefnist nýr liður í blaðinu og það er hin stórefnilegi körfuknattleiksmaður Júlíus Orri Ágústsson sem er fyrsti viðmælandinn. Júlíus Orri er fyrirliði Þórs sem leikur í úrvalsdeild karla.

-Ketill Sigurðarson hefur umsjón með matarhorninu í blaðinu og kemur með áhugarverðar uppskriftir.

Þetta og mun meira til í Vikudegi í dag. Hægt er að gerast áskrifandi með því að smella hér. Áskriftarsíminn er 460-0750 og 860 6751. Einnig er hægt senda póst á askrift@vikudagur.is  

Nýjast