Vikudagur kemur út í dag

Vikudagur kemur út í dag, fimmtudaginn 30. janúar og að vanda er blaðið stútfullt af fréttum, fróðleik og mannlífsefni. 

Meðal efnis í blaðinu:

- Leikfélag Akureyrar frumsýnir söngleikinn Vorið vaknar um helgina en verkið er nú sett upp í fyrsta sinn í atvinnuleikhúsi á Íslandi. Akureyringurinn Jónína Björt Gunnarsdóttir er á meðal leikenda í verkinu. Jónína lærði klassískan söng í Listaháskólanum og lærði einnig við söngleikjadeild í New York Film Academy. Vikudagur spjallaði við Jónínu um Vorið vaknar og hana sjálfa.

-Hjalti Páll Þórarinsson heldur um áskorendapennan um kemur með áhugaverðan pistil.

-Fjölgun millilandafarþega um Akureyrarflugvöll hefur verið mikil undanfarin ár. Samkvæmt tölum Isavia þá nam fjölgunin árið 2017 24% frá fyrra ári, árið 2018 var fjölgunin enn meiri eða 70% miðað við fyrra ár og árið 2019 nam fjölgunin 38% miðað við árið á undan.

-Helgi Rúnar Pálsson hefur umsjón með matarhorninu þessa vikuna og býður upp á girnilegar uppskriftir.

-Miklar skemmdir hafa komið í ljós á trjágróðri á Norðurlandi eftir óveðrið í desember. Skógarvörðurinn í Kjarnaskógi segir gríðarmikið tjón í skóginum og mikil vinna sé framundan við lagfæringar.

-Heildarlosun gróðurhúsalofttegunda frá Akureyrarbæ árið 2018 nam tæplega 156 þúsund tonnum. Langstærstur hluti, eða ríflega helmingur losunar, kemur frá samgöngum. Þetta kemur fram í skýrslu um losunarbókhald Akureyrarbæjar fyrir árið 2018 vegna aðildar sveitarfélagsins að átakinu Global Covenant of Mayors (GCoM).

-Brynjar Karl Óttarsson skrifar um Grenndargralið og Hús vikunnar með Arnóri Blika Hallmundssyni er á sínum stað.

Þetta og mun meira til í Vikudegi í dag. Hægt er að gerast áskrifandi með því að smella hér. Áskriftarsíminn er 460-0750 og 860 6751. Einnig er hægt senda póst á askrift@vikudagur.is  

 

Nýjast