Vikudagur kemur út í dag

Vikudagur kemur út í dag, fimmtudaginn 4. júlí og að vanda er fjölbreytt efni í blaði vikunnar. Meðal efnis í blaðinu:

-Akureyrardætur nefnist hópur hjólastelpna frá Norðurlandi sem hafa það að markmiði að hafa gaman, njóta og hjóla saman og efla þannig konur á Norðurlandi í hjólreiðum. Akureyrardætur urðu til fyrir rúmu ári síðan þegar 10 konur tóku þátt í Wow Cychlothon og hjóluðu hringinn í kringum landið.

-Hjónin Gunnar Jónsson og Svanhildur Daníelsdóttir hófu í vor að koma upp rabarbaraakri í Hrísey í gömlu matjurtagörðunum sunnan og ofan við Hríseyjarskóla. Einnig hafa þau fengið leyfi frá umhverfisdeild bæjarins til að taka rabarbarahnausa í bæjarlandinu og koma þeim á akurinn.

-Óskar Þór Halldórsson, leiðsögumaður hjá SBA, gekk með tólf manns úr þýsku skemmtiferðaskipinu Mein Schiff 3 upp á Súlur í vikunni er skipið lagðist við höfnina á Akureyri.

-Hæg íbúafjölgun á Akureyri heldur áfram. Á vef Þjóðskrár Íslands kemur fram að fjölgun íbúa á fyrri helming ársins er talsvert undir landsmeðaltali.

-Inga Berglind Birgisdóttir, hjúkrunarfræðingur á barnadeild Sjúkrahússins á Akureyri, er með matarhornið þessa vikuna og kemur með tvær sumarlegar og einfaldar uppskriftir.

-Farþegar skemmtiferðaskipana setja sannarlega svip sinn á bæjarlífið á Akureyri yfir sumartímann. Lífið við höfnina iðar af lífi flesta daga þar sem ferðagestir rölta um og virða fyrir sér bæinn í bland við heimamenn sem spóka sig um í göngutúrum á svæðinu við Pollinn. Hilmar Friðjónsson fangaði lífið við höfnina á sólríkum sumardegi.          

Þetta og meira til í Vikudegi í dag. Hægt er að gerast áskrifandi með því að smella hér. Þá er áskriftarsíminn 460-0750 og 860 6751. Einnig er hægt senda póst á askrift@vikudagur.is

 

Nýjast