20. nóvember - 27. nóvember - Tbl 47
Vikudagur kemur út í dag
Í Vikudegi sem kemur út í dag er m.a. ítarlegt viðtal við Halldór Jóhannsson framkvæmdastjóra KEA. Félagið áformar að byggja flugstöð á Akureyrarflugvelli og einnig að reisa stórt hótel í miðbæ Akureyrar. Halldór hefur verið framkvæmdastjóri KEA í rúm þrettán ár. Vikudagur heimsótti Halldór og spurði hann út í félagið, verkefnin framundan, starfið sem framkvæmdastjóra og áhugamálin. 8-9
-Rannveig Jónsdóttir, fjármálastjóri hjá Ferro Zink hf., sér um matarhornið þessa vikuna
-Hulda B. Waage úr Kraftlyftingafélagi Akureyrar var nýverið valin íþróttakona Akureyrar. Hulda setti fjölmörg Íslandsmet á árinu sem leið. Hún varð m.a. Íslandsmeistari kvenna í kraftlyftingum og stigahæsta Kraftlyftingakona ársins 2018. Vikudagur fékk nærmynd af Huldu og forvitnaðist um líf þessarar sennilegu hraustustu konu bæjarins.
-Sportið er á sínum stað þar sem m.a. er fjallað um mikilvægan sigur KA/Þórs í Olís-deildinni í handbolta.
-Í húsi vikunnar fjallar Arnór Bliki um Lækjargötu 18.
Þetta og meira til í Vikudegi í dag. Áskriftarsíminn er 460-0750 og 860 6751. Einnig er hægt senda póst á askrift@vikudagur.is.