Viðræður um að aðrir taki við keflinu eftir Superbreak gjaldþrotið

Áætlað var að á bilinu 7 tl 10 þúsund breskir ferðamenn kæmu með SuperBreak til Akureyriar í nokkrum…
Áætlað var að á bilinu 7 tl 10 þúsund breskir ferðamenn kæmu með SuperBreak til Akureyriar í nokkrum ferðum eftir áramót. Mynd frá Markaðsskrifstofu Norðurlands.

„Við erum að ræða við ýmsa aðila varðandi möguleikana á að taka flugið að sér en ennþá er ekkert hægt að segja til um hvort það mun ganga upp. Það er áhugi fyrir hendi en spurningin hvort framkvæmdin er möguleg og hver kostnaðurinn yrði,“ segir Arnheiður Jóhannsdóttir framkvæmdastjóri Markaðsskrifstofu Norðurlands.

Ljóst er að ferðaþjónustan á Akureyri og víða um Norðurland missir spón úr aski sínum í kjölfar gjaldþrots bresku ferðaskrifstofunnar Super Break. Hún hafði boðið upp á beint flug frá borgum í Bretlandi og beint til Akureyrar og stóð til að halda því flugi áfram eftir áramót. Alls voru fjórtán ferðir á döfinni á tímabilinu frá febrúar og út apríl árið 2020.

Tekjurnar áætlaðar um 500 milljónir

Arnheiður segir þetta mikið áfall fyrir ferðaþjónustu á norðanverðu landinu. Tekjur sem að líkindum hefðu fylgt SuperBreak fluginu eru áætlaðar um 500 milljónir króna. Gistinætur bretanna á svæðinu hefðu svo getað verið á bilinu 7 og upp í 10 þúsund talsins. Þetta er ekki hvað síst bagalegt fyrir ferðaþjónustuna að Bretarnir voru á ferðinni utan háannar.

Arnheiður segir að markaðssetning í kringum flugið hafi verið öflug og væntir þess að aðrar leiðir finnist til að koma til móts við áhuga Breta á að heimsækja Norðurland.

 

 

 

Nýjast