Viðræður hafnar um leigu á Sigurhæðum
Stjórn Akureyrarstofu hefur samþykkt að ganga til viðræðna við Hótel Akureyri um leigu á Sigurhæðum. Auglýst var eftir áhugasömum leigjendum í nóvember. Alls bárust fjögur tilboð.
Fram kemur á vef bæjarins að við yfirferð á framlögðum tilboðum og hugmyndum um fyrirhugaða starfsemi gilti menningarlegt vægi 50% af mati og leigufjárhæð 50%. Með hliðsjón af því samþykkti stjórn Akureyrarstofu í gær að gengið yrði til viðræðna við Hótel Akureyri um leigu á Sigurhæðum.
Fyrirhuguð var að Akureyrarbær myndi selja Sigurhæðir, húsinu sem þjóðskáldið og presturinn Matthías Jochumsson lét reisa og hýsir nú minningarsafn um hann, en sú áætlun hlaut harða gagnrýna á meðal bæjarbúa. Helstu ástæða sölunnar voru þær að húsið hefur ekki nýst síðustu árin vegna lélegs aðgengis. Því var ákveðið að hætt við sölu og auglýsa húsið til leigu.