Varað við svifryksmengun

Mynd/Akureyri.is
Mynd/Akureyri.is

Varað er við svifryki á Akureyri í dag og næstu daga. Kalt er í veðri, hægur vindur og götur þurrar og því má búast við að svifryksmengun fari yfir heilsuverndarmörk. Þetta kemur fram á vef Akureyrarbæjar.

Þar segir að þeir sem séu viðkvæmir fyrir í öndunarfærum og börn ættu að forðast útivist í nágrenni við miklar umferðargötur. Hér er hægt að sjá upplýsingar um svifryk í rauntíma, samkvæmt loftgæðamæli við Strandgötu á Akureyri

Nýjast