Samþykkja valfrjáls framlög í Lystigarðinn- Rukkað á salerni

Kaffi Björk í Lystigarðinum á Akureyri.
Kaffi Björk í Lystigarðinum á Akureyri.

Umhverfis- og mannvirkjaráð Akureyrar hefur samþykkt að setja upp rafræna gjaldtöku á salerni í Lystigarðinum. Nú eru söfnunarbaukar fyrir valfrjáls framlög við innganga Lystigarðsins og samþykkir ráðið að settur verði upp rafrænn greiðslubúnaður fyrir valfrjáls framlög í garðinum. 

Á bæjarstjórnarfundi nýverið var umræða um þann möguleika að rukka inn í Lystigarðinn. Garðurinn er einn af mörgum perlum bæjarins og er afar fjölsóttur, þá sérstaklega yfir sumartímann. Þar sem það kostar sitt að reka garðinn hafa bæjaryfirvöld skoðað þann möguleika að rukka eigi aðgangseyri og voru flestir bæjarfulltrúar á því að setja upp valgreiðslur.

Reksturinn kostar 53 milljónir á ári

Gunnar Gíslason bæjarfulltrúi skrifaði á Facebooksíðu sinni að rekstrarkostnaður Lystigarðsins sé áætlaður 53 milljónir kr. árið 2020. Gunnar segir ennfremur að með hóflegu gjaldi væri hægt að hala inn allt að kr. 25.000.000 upp í þann kostnað. „Það er stundum hægt að fara aðrar leiðir en niðurskurðarleiðina til að laga rekstur bæjarins,“ skrifaði Gunnar.

Nýjast