Útiklefarnir opnaðir og búið að taka út sólbekkina

Eflaust munu margir leggja leið sína í Sundlaug Akureyrar um páskana.
Eflaust munu margir leggja leið sína í Sundlaug Akureyrar um páskana.

Mikil veðurblíða hefur verið á Akureyri undanfarna daga og hefur starfsfólk í Sundlaug Akureyrar ekki farið varhluta af hlýindunum. „Undanfarið hefur verið nokkuð mikið að gera miðað við árstíma. Þar spilar veðrið mjög stórt hlutverk,“ segir Elín H. Gísladóttir forstöðumaður sundlaugarinnar.

Hún býst við að mikið verði að gera í lauginni um páskana. Svo mikið var að gera á dögunum að hleypa þurfti inn í hollum, en Elín segist ekki reikna með að það komi til þess yfir páskahátíðina.

„Við erum búin að opna útiklefana og um að gera fyrir gesti að nýta sér það. Það minnkar kraðakið í búningsklefunum og léttir á sturtunum. Við erum líka búin að taka út tölvert af sólstólum og sólbekkjum svo gestir geta látið sólina baka sig í væntanlegri páskablíðu,“ segir Elín H. Gísladóttir.

Nýjast