13.nóvember - 20.nóvember - Tbl 46
Úrkomumet slegið á Akureyri
Nýtt úrkomumet féll í nýliðnum desembermánuði á Akureyri. Á Gamlársdag hafði úrkoman mælst um 180 millimetrar en fyrra metið var 158 millimetrar frá árinu 2014. Metið er því slegið nokkuð hressilega. Frá þessu er greint í Morgunblaðinu en það er Trausti Jónsson veðurfræðingur sem tók upplýsingarnar saman.
Trausti segir að stór hluti úrkomunnar hafi verið snjór. Hins vegar hafi snjódýpt í desember mælst hærri áður. Samfelldar úrkomumælingar á Akureyri ná meira en 90 ár aftur í tímann, eða til ársins 1927.
Það er stutt öfganna á milli því nóvember sl. var sá næstþurrasti frá því að mælingar hófust. Úrkoman mældist aðeins 4,6 millimetrar, sem eru tæp 10% af meðalúrkomu áranna 1961 til 1990, segir í frétt Morgunblaðsins.