Undirbúa kaup á fjölda vararafstöðva

Eyjafjarðarsveit. Mynd/Einar Ernir.
Eyjafjarðarsveit. Mynd/Einar Ernir.

Á sjötta tug bænda hefur sýnt áhuga á að taka þátt í samningum Búnaðarsambands Eyjafjarðar um kaup á vararafstöðvum. Eru þetta mest bændur í Eyjafirði og annars staðar á Norðurlandi en einnig einstaka bændur annars staðar.

Greint var frá þessu í Morgunblaðinu. Þar segir að hugmyndin að samkaupum á vararafstöðvum hafi komið upp hjá Búnaðarsambandinu eftir veðurhaminn í desember sem hafði í för með sér langvarandi rafmagnsleysi á fjölda bæja með tilheyrandi óþægindum fyrir fólkið og tilfinnanlegu afurðatjóni á kúabúum.

Nýjast