Um 2.700 börn hefja nám í grunnskóla

Fjöldi grunnskólabarna sem eru að hefja nám er svipaður og undanfarin ár. Mynd úr safni.
Fjöldi grunnskólabarna sem eru að hefja nám er svipaður og undanfarin ár. Mynd úr safni.

Skólastarf er að hefjast að nýju eftir sumarfrí. Ríflega 2.700 börn verða við leik og störf í grunnskólum Akureyrar í vetur og 950 í leikskólum, sem er svipaður fjöldi og undanfarin ár. Leikskólar bæjarins hafa tekið til starfa að nýju eftir sumarfrí og verða grunnskólar settir í dag, fimmtudaginn 22. ágúst. Kennsla í grunnskólum samkvæmt stundaskrá hefst svo ýmist á föstudag eða mánudag, segir á vef Akureyrarbæjar.

Karl Frímannsson, sviðsstjóri fræðslusviðs, segir að staðan í skólamálum sé almennt góð. „Búið er að ráða í allar stöður í leik- og grunnskólum bæjarins og hafa margar umsóknir borist um hverja stöðu sem hefur verið auglýst. Mönnun fagfólks í leikskólum er hátt í 70% og í grunnskólum er hún yfir 98%,“ segir Karl.

Engir biðlistar á leilskólum

Almennt eru börn innrituð í leikskóla einu sinni á ári, að hausti, og skuldbindur Akureyrarbær sig til að innrita öll börn sem eru fædd í apríl 2018. Það hefur gengið eftir og eru engir biðlistar eftir plássi á leikskólum, segir í frétt á vef bæjarins.  

 

Nýjast