13.nóvember - 20.nóvember - Tbl 46
Töluvert foktjón í nótt og aðgerðarstjórn virkjuð
Töluvert var um tjón á Akureyri og nágrenni í nótt vegna storms sem gekk yfir svæðið að sögn Jóns Kristins Valdimarssonar, aðalvarðstjóra hjá lögreglunni á Akureyri, í samtali við mbl.is. Aðgerðarstjórn lögreglunnar á Norðurlandi eystra var virkjuð í gærkvöldi.
„Það var talsvert um fokverkefni, trampólín, grindverk og þess háttar,“ segir Jón Kristinn í samtali við mbl.is. Engin slys urðu á fólki og lauk aðgerðastjórn störfum skömmu eftir miðnætti. Flest útköll voru á Akureyri en björgunarsveitir sinntu einnig útköllum á Dalvík og í Svarfaðardal.