Töluvert foktjón í nótt og aðgerðarstjórn virkjuð

Akureyri
Akureyri

Töluvert var um tjón á Akureyri og nágrenni í nótt vegna storms sem gekk yfir svæðið að sögn Jóns Krist­ins Valdi­mars­son­ar, aðal­varðstjóra hjá lög­regl­unni á Ak­ur­eyri, í samtali við mbl.is. Aðgerðar­stjórn lög­regl­unn­ar á Norður­landi eystra var virkjuð í gær­kvöldi.

„Það var tals­vert um fok­verk­efni, trampólín, grind­verk og þess hátt­ar,“ seg­ir Jón Krist­inn í sam­tali við mbl.is. Eng­in slys urðu á fólki og lauk aðgerðastjórn störf­um skömmu eft­ir miðnætti. Flest út­köll voru á Ak­ur­eyri en björg­un­ar­sveit­ir sinntu einnig út­köll­um á Dal­vík og í Svarfaðar­dal. 

 

Nýjast