13.nóvember - 20.nóvember - Tbl 46
Þorpararnir gefa í Minningasjóð um Baldvins Rúnarssonar
Ragnheiður Jakobsdóttir móðir Baldvins og Hermann Helgi bróðir Baldvins með drengjunum sem afhentu Ragnheiði peningagjöfina. Mynd Thorsport
Hópur ungra Þórsara sem tóku þátt í Unglingalandsmóti UMFÍ um liðna helgi og keppti undir nafninu Þorpararnir hafa gefið 160 þúsund krónur í Minningarsjóð um Baldvin Rúnarsson.
Krakkarnir sem mynda þennan hóp eru strákar úr 5. flokki og stelpur úr 4. flokki en þau seldu auglýsingar á búningana og merktu þá með nafni Baldvins Rúnarssonar, Bassa eins og hann var kallaður og tölustöfunum 603. Þegar reiknisdæmið var gert upp var 160 þúsund krónur í afgang og krakkarnir vildu því gefa þann pening til minningar um Baldvin.
Nokkrir strákar úr hópnum færðu Ragnheiði Jakobsdóttur móður Baldvins peningana og treyju.