Styrktarsjóður Óðins Árnasonar úthlutaði þremur styrkjum

F.v. Frænka Benedikts Friðbjörnssonar, Emilía Óladóttir sem tók við styrknum fyrir hans hönd, Baldur…
F.v. Frænka Benedikts Friðbjörnssonar, Emilía Óladóttir sem tók við styrknum fyrir hans hönd, Baldur Vilhelmsson og Katla Björg Dagbjartsdóttir. Því næst koma Pétur Maack og Jón Ingvi Árnason úr stjórn styrktarsjóðs ÓA.

Á gamlársdag veitti stjórn styrktarsjóðs Óðins Árnasonar í fyrsta skipti til afreksiðkenda Skíðafélags Akureyrar. Samkvæmt skipulagsskrá sjóðsins er tilgangur hans að styrkja afreksiðkendur sem eru landsliðsfólk og/eða taki þátt í alþjóðlegum verkefnum. Katla Björg Dagbjartsdóttir landsliðskona í alpagreinum, Baldur Vilhelmsson og Benedikt Friðbjörnsson, báðir landsliðsmenn á snjóbrettum, hlutu styrk að þessu sinni.

Styrktarsjóður Óðins Árnasonar var stofnaður af SKA með gjafafé frá velunnurum skíðaíþróttarinnar sem vildu minnast Óðins og hans framlags til skíðaíþróttarinnar á Akureyri. Óðinn var ötull í skíðastarfinu um árabil, en hann starfaði m.a. lengi við móthald í Hlíðarfjalli og var í Andrésarnefndinni frá upphafi. Sjóðurinn óskaði eftir umsóknum í desember síðast liðinn og gátu umsækjendur sótt um styrki vegna æfinga og/eða keppnisverkefna erlendis á keppnistímabilinu 2019-2020. 

Nýjast