Stórri ráðstefnu á Akureyri um norðurslóðir blásið af

Hluti ráðstefnunnar átti að fara fram í Hofi. Mynd/Auðunn Níelsson.
Hluti ráðstefnunnar átti að fara fram í Hofi. Mynd/Auðunn Níelsson.

Stór ráðstefna sem halda átti á Akureyri um málefni norðurslóða í lok mars og byrjun apríl fer ekki fram vegna kórónuveirunnar og verður að öllu leyti í haldin í fjarfundi. Búist var við allt að 1.200 manns á ráðstefnuna sem fara átti fram í Hofi og í Háskólanum á Akureyri.

Ráðstefnan, sem er árleg og fer fram í Portúgal á næsta ári, átti m.a. að færa ferðaþjónustuaðilum á svæðinu umtalsverðar tekjur á tíma sem er annars rólegur fyrir ferðamennsku.  

Nýjast