13.nóvember - 20.nóvember - Tbl 46
Byrjað að hreinsa götur bæjarins
Samkvæmt upplýsingum frá Akureyrarbæ er byrjað að ryðja götur bæjarins og stefnt á að búið verði að gera flestallar götur greiðfærar áður en frystir á ný.
Töluvert hefur borið á óánægju með mokstursleysi í bænum og margir hafa haft samband við blaðið sökum þessa í dag. Illfært og jafnvelt ófært er í sumum íbúargötum.
„Snjómoksturstækin eru í fullum gangi en við höfum einbeitt okkur að stærri götum til að byrja með. En það á að komast eins langt með að moka íbúagötur áður það frystir aftur,“ segir Guðríður Friðriksdóttir, sviðsstjóri umhverfis-og mannvirkjasviðs bæjarins, í samtali við Vikudag.
Samkvæmt Veðurstofu Íslands er gert ráð fyrir að það byrji að frysta á ný á föstudaginn kemur.