13.nóvember - 20.nóvember - Tbl 46
Skorað á fyrirtæki að taka þátt í hreinsunarátaki
Árleg hreinsunarvika á Akureyri stendur nú sem hæst, en þá er fólk hvatt til að taka höndum saman við að hreinsa bæinn eftir veturinn og taka þannig á móti sumrinu með brosi á vör. Margir bæjarbúar hafa hreinsað í kringum sín hús eða plokkað rusl á almennum svæðum. Þá er vorhreinsun sveitarfélagsins á götum og gönguleiðum er jafnframt í fullum gangi.
Á vef Akureyrarbæjar segir að markmiðið sé einfalt en það er að gera bæinn fallegri en nokkru sinni fyrr.
Hreinsum í kringum fyrirtæki
Akureyrarbær vill einnig hvetja atvinnurekendur sérstaklega til að taka þátt í hreinsunarátakinu með því að snyrta í kringum vinnustaði. Í þessu getur til dæmis falist að plokka rusl í nærumhverfinu, snyrta gróður eða laga til á opnum svæðum – allt sem er til þess fallið að fegra umhverfið."
„Fyrirtæki og aðrir vinnustaðir eru hvattir til velja sér einn dag í maímánuði til þess að gera fínt í kringum sig. Um leið er þetta skemmtilegt hópefli og tilvalin leið til að brjóta upp hversdaginn með starfsfólki," segir á vef Akureyrarbæjar.