13.nóvember - 20.nóvember - Tbl 46
Skipulagsráð Akureyrar harmar slys á Hörgárbraut
Skipulagsráð Akureyrarbæjar harmar þann atburð þegar keyrt var á stúlku á Hörgárbrautar sl. helgi. Í fundargerð skipulagsráðs þar sem rætt var um umferðaröryggismál á Hörgárbraut er óskað eftir að fá fulltrúa frá Vegagerðinni og umhverfis- og mannvirkjasviði á fund ráðsins til að ræða málið og mögulegar úrbætur.
Slysið varð á gangbraut rétt sunnan við Stórhólt og var með þeim hætti að ekið var á 7 ára barn sem var að fara yfir gangbrautina en ökumaður ók yfir á rauðu ljósi.