Dagskráin 18.desember - 8.janúar 2025
Sjúkraliðar fögnuðu 50 ára útskriftarafmæli
Fyrstu sjúkraliðar landsins útskrifuðust frá Fjórðungssjúkrahúsinu á Akureyri fyrir hálfri öld eða þann 26. maí árið 1966. Seinna það ár útskrifuðu Borgarspítali, Landspítali, Landakot og Kleppur sinn fyrsta árgang.
Sjúkraliðar á Akureyri fögnuðu tímamótunum saman þar sem rifjaðar voru upp gamlar sögur. Þrjár af þeim 14 sem útskrifuðust eru enn starfandi; tveir sem sjúkraliðar og ein í hjúkrun.
Fyrst til að vekja athygli á þörf fyrir menntun hjálparliða hjúkrunarfræðinga var Ragnheiður Guðmundsdóttir læknir.
Í mars árið 1964 skipaði Sigurður Sigurðsson landlæknir nefnd til að gera tillögu um nám og starfssvið hjálparfólks við hjúkrun.
Ingibjörg R. Magnúsdóttir, þáverandi hjúkrunarframkvæmdarstjóri á Fjórðungssjúkrahúsinu á Akureyri, var frumkvöðull að því námi við FSA, sem síðar útskrifaði hópinn og gaf starfinu heitið sjúkraliði. /þev.
-Vikudagur, 2. júní