13.nóvember - 20.nóvember - Tbl 46
Samruninn flóknari en gert var ráð fyrir
Viðræður um samruna Kjarnafæðis og Norðlenska hafa reynst flóknari en reiknað var með þegar félögin tilkynntu viðræður sínar í ágúst síðastliðnum. Þetta herma heimildir mbl.is.
Sameining félaganna hefur verið til skoðunar af og til á undanförnum árum, en hingað til hef-ur slíkt ekki gengið upp. Þann 23. ágúst í fyrra barst tilkynning frá Íslandsbanka, sem veitir fé-lögunum ráðgjöf í samrunaferlinu, að samkomulag hefði náðst um að hefja formlegar samrunaviðræður. Síðan hefur ekkert heyrst af stöðu mála.
Heimildir mbl.is herma að samrunaviðræðurnar hafi reynst umfangsmeiri en búist var við þar sem atriði hafi komið upp sem ekki var búið að sjá fyrir. Reynt sé að leysa þau mál, en lykilatriðið er þó að félögin eru enn í viðræðum og munu halda áfram þar til annað kemur í ljós.